Óskað eftir þátttakendum í rannsókn

Landspítalinn, Reykjalundur og Háskóli Íslands vinna að rannsókn á súrefnis- og raflífeðlisfræðilegum mælingum í augnbotnum hjá fólki sem greinst hefur með parkinsonveiki.

Markmið rannsóknarinnar er að meta hvort sjónhimnu-súrefnismælingar greini breytingar á súrefnismettun í sjónhimnuæðum einstaklinga með sjúkdóminn. Einnig hvort tengsl séu milli súrefnismettunar í sjónhimnuæðum við sjónhimnuþykkt og svörun taugafruma við ljósáreiti með raflífeðlisfræðilegum mælingum hjá sömu einstaklingum.  

Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítala og Reykjalundar og hefur tilskilin leyfi frá Vísindasiðanefnd, Landspítala og Reykjalundi og hlotið samþykki persónuverndar.

Söfnun þátttakenda er með þægindaúrtaki úr hópi einstaklinga sem greinst hafa með parkinsonveiki og nýta þjónustu göngudeildar Landspítalans eða Reykjalundar. Einnig eru tilskilin leyfi til að auglýsa eftir þátttakendum í gegnum Parkinsonsamtökin sem hafa nýtt þjónustu Reykjalundar eða taugalækningadeildar Landspítalans.

Sjá nánari upplýsingar í kynningarbréfi. Smellu á hnappinn til að sækja: