Taktur//Abler
Nú á nýju ári mun skráning í dagskrá og viðburði hjá Takti fara fram í gegnum app í síma og/eða vefforrit sem heitir Abler (áður Sportabler) en það mun gera skráningar bæði einfaldari og skilvirkari.
Öll dagskrá er sýnileg í viðburðadagatali og þar er hægt að bóka sig og afbóka sig í alla tíma. Fólk með parkinson hefur aðgang að öllum tímum og viðburðum og aðstandendur eru með aðgang að tímum sem sérstaklega eru ætlaðir þeim, eins og t.d. stuðningshópi fyrir aðstandendur, námskeið og fræðsluerindi.
Til þess að skrá sig þarf annað hvort að sækja appið fyrir Apple eða Android eða fara beint inn á abler.io. Þau sem eru með aðgang að Abler fyrir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum eða með notendanafni og lykilorði. Þau sem hafa aldrei notað Abler áður verða að stofna aðgang. Það er einfaldast að sækja appið í símann því þá þarf bara að skrá sig inn einu sinni, en ekki í hvert skipti.
Ath! Nú er nauðsynlegt að skrá sig í alla tíma – líka í tíma sem hafa ekki áður þurft skráningar eins og t.d. borðtennis, karlahópur, konuhópur og fræðslufundir.
Í vefforritinu og í appinu er hægt að sjá dagskrána hjá Takti og bóka sig í tíma – og afbóka sig þegar þess þarf. Sem fyrr er hægt að skrá sig í tíma með viku fyrirvara og viðburðir falla niður ef enginn er skráður tímann.
Það er gott að leyfa appinu að senda tilkynningar (notifications) því appið sendir áminningu um þá tíma sem maður er skráður í.
Það er von okkar að með þessu nýja appi verði skráningarnar einfaldari og það verði auðveldara fyrir notendur að halda utan um sína dagskrá og bókaða tíma. Þjálfarar hafa betri yfirsýn hversu margir eru bókaðir í hvern tíma og geta auðveldlega sent skilaboð á hópinn t.d. þegar tími fellur niður.
Leiðbeiningar:
Starfsfólk Takts er tilbúið að aðstoða með skráningar og við að sækja Abler appið í símann eða ef eitthvað er óljóst. Hægt er að hafa samband í síma 552-4440 eða með tölvupósti á parkinson@parkinson.is.