Ný viðbót í dagskrá – Hádegismatur – Handavinnuhópur – Jóga – Slökun.

Ný viðbót í dagskrá hjá Takti

HÁDEGISMATUR 
Parkinsonsamtökin bjóða félagsmönnum að panta léttan hádegismat á mánudögum til fimmtudags kl: 12.30 – 13.00 í Hjartanu á 3. hæð í St. Jó. 

Verð er 1000 kr. fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum greitt með posa á staðnum.

Nauðsynlegt er að skrá sig í hádegismatinn svo hægt sé að áætla innkaup. 

HANDAVINNUHÓPUR
Á Þriðjudögum verður boðið uppá handavinnuhóp þar sem hver og einn kemur með sína handavinnu. Hópurinn mun hittast í Hjartanu á 3. hæð kl:13.00.

JÓGA
Vegna gríðarlegra vinsælda á jógatímum Írisar höfum við bætt við fimmta tímanum í dagskránna hjá Takti og mun vera á þriðjudögum kl:10 í Auga, jógasal á 4. hæð. 

Jóga verður því á:

  • Mánudögum –    kl:14
  • Þriðjudögum –    kl:10
  • Miðvikudögum – kl:10
  • Fimmtudögum – kl:10
  • Föstudögum –    kl:10


SLÖKUN – PARRAFIN MASKI Á HENDUR

Á miðvikudögum kl: 11 verður boðið uppá slökun og parrafin maska á hendur í Kyrrð á 3. hæð.  Einungis verða 4 pláss í boði til að byrja með.


Í vefforritinu og í appinu er hægt að bóka sig í alla tímana eða hringja í s: 552-4400
–  Sem fyrr er hægt að skrá sig í tíma með viku fyrirvara og viðburðir falla niður ef enginn er skráður tímann.