Styrkur frá Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar

 
Á myndinni eru Kristján S. Sigmundsson, Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir og Erna Guðmundsdóttir við afhendingu styrksins.
 
Í vikunni barst Parkinsonsamtökunum rausnarlegur styrkur frá Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar að upphæð 5.000.000 kr. Agna og Halldór stofnuðu fyrirtækið Halldór Jónsson hf árið 1955. Þau höfðu mikinn áhuga á heilbrigðismálum og létu ýmis mannúðarmál til sín taka. Halldór lést árið 1977, þá aðeins 67 ára að aldri, en eftir fráfall hans stofnaði Agna líknarsjóð sem skyldi taka til starfa að henni látinni og ánafnaði hún sjóðnum allar eigur sínar. Frysta úthlutun úr sjóðnum var árið 2010 en hlutverk hans er að styrkja hvers konar líknarstarfsemi á Íslandi. Stjórn sjóðsins skipa Kristján S. Sigmundsson, formaður, Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir og Jón Grímsson.
Við þökkum kærlega fyrir þennan rausnarlega styrk og hlýhug í garð Parkinsonsamtakanna ❤️