Nýtt núvitundarnámskeið hefst 22. febrúar

Núvitund – að læra að lifa með því sem er

Núvitundarnámskeið í umsjón Önnu Dóru Frostadóttur sem er sérfræðingur í klínískri sálfræði og núvitundarkennari. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 10 í Takti og verður í fjögur skipti á miðvikudögum.

  • Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við áskoranir lífsins og auka almenn lífsgæði sín.
  • Sýnt hefur verið fram á að núvitundarþjálfun dregur úr streitu og bætir almenna vellíðan – eins og aukna hugarró og sátt við lífið eins og það er.
  • Núvitundarþjálfun hjálpar okkur jafnframt að staldra við “hér og nú” og lifa í auknum mæli í samræmi við lífsgildi okkar. Styður okkur í því að vanda okkur í því að vera þær manneskjur sem við viljum vera.

Tímar:

  • Miðvikudaginn 22. febrúar kl. 10–11
  • Miðvikudaginn 1. mars kl. 10–11
  • Miðvikudaginn 8. mars kl. 10–11
  • Frí 15. mars
  • Miðvikudaginn 22. mars kl. 10–11