Nýtt námskeið í Heilahreysti og minnisþjálfun hefst þri. 17. janúar

Námskeið fyrir þau sem vilja bæta minnið. Námskeiðið byggir á fræðslu, þjálfun og ráðgjöf.

Fræðsla um heilastarfsemi, minnisstöðvar, verndandi þætti, æfingar, þrautir og hjálpartæki. Hægt er að óska eftir persónulegri ráðgjöf.

Námskeiðið er 3 skipti á þriðjudögum kl. 14:00–15:00 í Takti miðstöð Parkinsonsamtakanna á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 17. janúar.

Tímar:
Þri. 17. janúar kl. 14:00–15:00
Þri. 24. janúar kl. 14:00–15:00
Ath. enginn tími þriðjudaginn 31. janúar
Þri. 7. febrúar kl. 14:00–15:00

Skráningin á námskeiðið virkar fyrir alla 3 tímana. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í hvern tíma eins og þegar um opna tíma er að ræða.

Verð: 0 kr. Námskeiðið er niðurgreitt og því eingöngu í boði fyrir félagsmenn.