Námskeið fyrir uppkomin börn fólks með parkinson verður haldið miðvikudaginn 30. nóvember kl. 17:00–18:30 í fundarsalnum Lunga á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. ATH! breytt staðsetning frá fyrri auglýsingu.
Á þessu námskeiði munu hjúkrunarfræðingur og fjölskylduráðgjafi fara yfir helstu einkenni og áhrif Parkinson, bæði á einstaklinginn, en ekki síður þá sem næst standa. Fjallað verður um samskipti, lausnir og möguleg úrræði.
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Verið hjartanlega velkomin.