Námskeið fyrir nýgreinda og aðstandendur 1. nóvember

Námskeið fyrir nýgreinda og aðstandendur þeirra í Golfklúbbnum Oddi á Urriðavelli í Garðabæ, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 16:00–18:00.

Námskeiðið er fyrir þau sem eru á fyrstu stigum sjúkdómsins, hafa fengið greiningu nýlega eða telja sig hafa þörf fyrir fræðslu um Parkinson.

Sérfræðingar og fagfólk fræða um sjúkdómseinkenni og meðferð, endurhæfingu og úrræði.

Fyrirlesarar:

  • Anna Björnsdóttir, taugalæknir
  • Ágústa Kristín Andersen, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Takts
  • Andri Þór Sigurgeirsson, sjúkraþjálfari hjá Takti sjúkraþjálfun

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 5.000 kr. fyrir aðra. Tekið verður á móti greiðslum með posa á staðnum. Það er nauðsynlegt fyrir alla að skrá sig til að tryggja sér sæti á námskeiðinu.