Date
- 01.11.2023
- Lokið
Time
- 16:00 - 18:00
Staðsetning
Website
https://www.oddur.is/adstada/klubbhus/veitingar/Námskeið fyrir nýgreinda*
Námskeið fyrir nýgreinda og aðstandendur þeirra í Golfklúbbnum Odd á Urriðavelli Garðabæ 1. nóvember kl. 16:00–18:00.
Námskeiðið er fyrir þau sem eru á fyrstu stigum sjúkdómsins, hafa fengið greiningu nýlega eða telja sig hafa þörf fyrir fræðslu um Parkinson.
Sérfræðingar og fagfólk fræða um sjúkdómseinkenni og meðferð, endurhæfingu og úrræði.
Fyrirlesarar:
Anna Björnsdóttir, taugalæknir
Ágústa Kristín Andersen, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Takts
Andri Þór Sigurgeirsson, sjúkraþjálfari hjá Takti sjúkraþjálfun
Aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en 5.000 kr. fyrir aðra. Þau sem eru ekki skráð í félagið greiða aðgangseyri á staðnum, tekið verður á móti greiðslum með posa. Allir sem vilja tryggja sér sæti á námskeiðinu verða að skrá sig á forminu hér fyrir neðan eða með því að hringja í s. 552-4440. Skráningu lýkur 31. október kl. 15:00.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
—-
Leiðbeiningar við skráningu:
2. Veldu 1 miða. Ath. ekki er hægt að skrá fleiri í einu. Ef það þarf að skrá annan einstakling þá þarf að endurtaka ferlið.
3. Ýttu á NEXT
4. Skráðu nafn, netfang og símanúmer þátttakanda
5. Ýttu á SUBMIT
6. Takk fyrir bókunina. Þú ert núna skráð/ur og færð staðfesingu á tölvupósti.
Leiðbeinendur
-
Andri Þór SigurgeirssonSjúkraþjálfari
-
Anna BjörnsdóttirTaugalæknir