Hlaupagarparnir Þóra Bríet og Ingvar komu færandi hendi 

Eins og fram hefur komið þá tóku þau sig til, Þóra Bríet Pétursdóttir og Ingvar Hjartarson og hlupu 100 kílómetra til styrktar Parkinsonsamtökunum, Alzheimersamtökunum og Gleymérei.

Leiðin lá í vítt og breitt náttúru í nágrenni Reykjavíkur, m.a. yfir Hólmsheiði og Úlfarsfell, Gunnlaugsskarð, Esju, Búrfell og Helgafell.

Þau létu vel af sér eftir afrekið, en þó ljóst að svona ferðalag er ekki fyrir hvern sem er. Söfnunin gekk vel, og runnu 150.000 krónur í okkar hlut. Dáumst við mjög af afreki þeirra og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir!