Parkinsonsamtökin opna miðstöð fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma í haust. Miðstöðin hefur haft vinnuheitið Parkinsonsetrið en nú er komið að því að finna miðstöðinni nafn sem verður notað til framtíðar.
Miðstöðin verður í gamla St. Jósefsspítala í hjarta Hafnarfjarðar. Þar verður boðið upp á þjónustu við fólk með parkinson og skylda taugasjúkdóma. Markmiðið miðstöðvarinnar er að auka lífsgæði og lífsgleði.
Allir áhugasamir hvattir til að koma með tillögur að nafni á miðstöðina. Tekið verður á móti tillögum á forminu hér fyrir neðan til 15. júní 2021. Dómnefnd mun fara yfir allar tillögurnar og velja þá sem þykir best. Sá sem á tillöguna sem verður fyrir valinu fær þakklætisvott frá Parkinsonsamtökunum.
Uppfært 16. júní 2021
Margar tillögur bárust og dómnefndin er að störfum. Tilkynnt verður um vinningshafa á parkinson.is.