Það er mikilvægt að við höldum áfram að hreyfa okkur þó að hertar sóttvarnarreglur komi kannski í veg fyrir að við getum stundað okkar reglubundnu líkamsrækt. Sigurður Sölvi, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur búið til æfingaáætlun með æfingum fyrir hvern dag mánaðarins sem er ýmist hægt að gera heima eða utandyra. Það er gott að nýta góða haustveðrið til að fara út að ganga og gera æfingar en það er auðvitað hægt að gera þessar æfingar inni ef það hentar betur.
Ef þið hafið einhverjar óskir eða fyrirspurnir um æfingarpakka sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is.
Smelltu á hnappinn til að sækja prentvæna útgáfu: