Raddþjálfun á Zoom – hefst mið. 14. október

Halla Marinósdóttir, talmeinafræðingur, verður með raddþjálfun á Zoom. Halla hefur sérhæft sig í þjálfun fólks með parkinsonsjúkdóminn.

Raddþjálfun er mjög mikilvægt fyrir fólk með parkinson en flestir finna fyrir einkennum á rödd og tali. Með raddæfingum er hægt að viðhalda eða ná upp betri raddstyrk.

Tímarnir eru á netinu annan miðvikudag í hverjum mánuði kl. 16:30 á Zoom: https://bit.ly/3jNBccq

Tímar fram að áramótum verða:

  • mið. 14. október
  • mið. 11. nóvember
  • mið. 9. desember

Við hvetjum alla til að nýta sér þessa tíma. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.