Markmið mánaðarins fyrir október eru eingöngu fyrir fótleggi í formi æfinga og göngu. Til þess að nýta haustið ætlum við að vera mikið úti á göngu á meðan veður leyfir.
Ég er sérstaklega spenntur að heyra hvernig gengur með mjaðmalyfturnar með bakið á sófanum (sjá 9. október) en hana má einnig gera á öðrum fæti í einu og er ein af mínum uppáhalds æfingum þessa dagana.
Ef þið hafið einhverjar spurningar, óskir eða fyrirspurnir sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is
Kveðja, Sigurður Sölvi sjúkraþjálfari
Prentvæn útgáfa: