fbpx

Gjöf í tilefni 70 ára afmælis

Stígur Sæland kom færandi hendi með gjöf til Parkinsonsamtakanna á dögunum. Stígur fagnaði 70 ára afmæli þann 19. ágúst sl. Í stað afmælisgjafa óskaði hann eftir að fá peningaframlög sem hann vildi færa Parkinsonsamtökunum að gjöf.

Við óskum Stíg til hamingu með daginn og sendum honum okkar bestu þakkir fyrir þennan einstaka hlýhug í garð Parkinsonsamtakanna.