Ágúst er kominn eftir frábæran júlímánuð og best er að byrja mánuðinn á því að setja sér ný markmið. Ég vona að þið haldið áfram að hreyfa ykkur úti á meðan veðrið er svona frábært en í ágúst ætlum við að einbeita okkur að því að styrkja miðjuna okkar þ.e. kviðinn og bakið.
Þennan mánuðinn bæti ég við nýju dagatali en þar eru myndir af æfingunum í stað texta. Sömu æfingar eru á báðum dagatölunum svo það má einnig nota þau saman til þess að átta sig betur á verkefnum dagsins.
Ég þakka þeim sem sendu mér mynd af dagatalinu sínu. Sumar þar sem búið var að merkja við þær æfingar sem búnar voru en aðrar svo stút fullar af markmiðum að búið var að fylla alla reit með texta. Þið megið endilega halda áfram að senda mér myndir eða fyrirspurnir á: sigurdur@styrkurehf.is.
Sigurður Sölvi, sjúkraþjálfari hjá Styrk.