Matreiðslunámskeið með Guðlaugu 31. janúar

Ath! Námskeiðinu hefur verið frestað vegna veðurs!

Miðvikudaginn 31. janúar kl. 11:00 verður matreiðslunámskeið með Guðlaugu Gísladóttur, næringarfræðingi.

Við ætlum að koma saman og elda ofureinfalt og ljúfengt tagliateline pasta með kjúkling og grænmeti. Í lokin ætlum við að njóta og borða saman.

Námskeiðið mun fara fram í Straumi 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Nauðsynlegt er að skrá sig þar sem einungis 12 pláss eru í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Smelltu hér fyrir neðan til að skrá þig. Ef það gengur ekki er hægt að skrá sig með því að hringja í s. 552-4440 eða með því að senda tölvupóst á parkinson@parkinson.is.