Ertu ekki farin að vinna?!  Málþing ÖBÍ réttindasamtaka um verðleikasamfélag. 

30. janúar kl. 13-16, Nauthóli 

Tveir málefnahópar ÖBÍ standa fyrir málþingi þriðjudaginn 30. janúar n.k. undir yfirskriftinni: Ertu ekki farin að vinna aftur? Málþing ÖBÍ réttindasamtaka um verðleikasamfélag.

Málþingið verður haldið á Nauthól, kl 13:00 til 16:00.

Dagskrá:

Ávarp: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra

Sjónarmið ÖBÍ réttindasamtaka: Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka

Virði manneskjunnar handan vinnu: Nanna Hlín Halldórsdóttir, sérfræðingur við Heimspekistofnun HÍ

Er vinnan mikilvægari en lífið? – Reynslusaga: Hrönn Stefánsdóttir, formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ

Hindranir fyrir atvinnuþátttöku: Anna Margrét Bjarnadóttir, kjarahópi ÖBÍ réttindasamtaka

Vitundarvakning okkar allra – Reynslusaga: Kristín Auðbjörnsdóttir, móðir í endurhæfingu

Kaffihlé

Hvað er inngilding í vinnu innan og utan vinnumarkaðar? Stefán C. Hardonk, dósent við HÍ

Ég get unnið með skerta starfsgetu – Reynslusaga: Atli Þór Þorvaldsson, viðskiptafræðingur með ósýnilega fötlun

Handverkskonur með örorkulífeyri – Reynslusaga: Guðbjörg Kristín og Þóra Eiríksdætur

Er ég bara geðraskanirnar mínar? – Reynslusaga: Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaformaður kjarahóps ÖBÍ og valkyrja

Pallborð

Lokaorð: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, fundarstjóri.

Fundarstjóri: Þuríður Harpa Sigurðardóttir fyrrverandi formaður ÖBÍ réttindasamtaka.

Rit- og táknmálstúlkun verður í boði.

Málþinginu verður jafnfram streymt.

Málþingið tekur fyrir virði manneskjunnar óháð þátttöku á vinnumarkaði og (van)mat á framlagi fatlaðs fólks sem ekki getur tekið þátt á vinnumarkaði.

Þá verður fjallað um inngildingu í atvinnu og hvernig hún birtist innan og utan vinnumarkaðar og áhrif hindrana fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólks (s.s. tekjuskerðingar).

Áhersla verður á fólk með ósýnilegar fatlanir.

Á facebook síðu ÖBÍ er einnig viðburður fyrir málþingið: https://www.facebook.com/events/757948812372118?ref=newsfeed