Martin Hermannsson með áritaða treyju til styrktar Parkinsonsamtökunum

Martin Hermannsson körfuknattleiksmaður hjá Alba Berlin er með áritaða treyju á lottó uppboði til styrktar Parkinsonsamtökunum á charityshirts.is. Miðinn kostar aðeins 1.000 kr. en dregið verður úr seldum miðum mánudaginn 11. mars kl. 19. Nældu þér í miða á charityshirts.is og þú átt möguleika á að vinna áritaða treyju frá Martin. Allur ágóði rennur óskiptur til Parkinsonsamtakanna!