Aðalfundur Parkinsonsamtakanna 28. mars 2019

Aðalfundur Parkinsonsamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl. 17.00 í MS-Setrinu, Sléttuvegi 5.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar um starf samtakanna á liðnu ári lögð fram.
  3. Endurskoðaðir reikningar samtakanna lagðir fram.
  4. Umræður og afgreiðsla skýrslu stjórnar og reikninga.
  5. Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár kynnt, rædd og afgreidd.
  6. Ákvörðun um árgjöld og umsýslugjald deilda.
  7. Lagabreytingar.
  8. Inntaka nýrra deilda.
  9. Stjórnarkjör.
  10. Kjör 2ja skoðunarmanna reikninga.
  11. Kjör 3ja manna í laganefnd.
  12. Önnur mál.

Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta. Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.

Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn Parkinsonsamtakanna eru beðnir um að hafa samband við skrifstofuna í s. 552-4440 eða með tölvupósti á parkinsonsamtokin@gmail.com.