Hvað er NPA?

Hvað er notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)?
  • Langar þig að vita út á hvað notendastýrð persónuleg aðstoð gengur?
  • Hver er hugmyndafræðin á bakvið fyrirkomulagið?
  • Á ég rétt á að sækja um þessa þjónustu?
  • Hvernig sæki ég um NPA?
  • Hvað þarf þjónustuþörfin að vera mikil svo ég fái samþykkta umsókn um NPA í mínu sveitarfélagi
  • Hvernig virkar þetta allt saman?
MS-félagið stendur fyrir fræðslufundi á netinu þriðjudaginn 10. nóvember klukkan 17 þar sem m.a. þessum spurningum verður svarað. Boðið verður upp á opnar spurningar sem svarað verður í lok fundar og mælum við með því að áhugasamir kynni sér efni á vefsíðu miðstöðvarinnar fyrir fundinn, www.npa.is
 
Kynningin er á Zoom og er ætlunin að varpa henni einnig yfir á Facebook síðu MS-félagsins, þar sem hún verður aðgengileg áfram.