Arna Steinsen kom í heimsókn til Parkinsonsamtakanna og færði samtökunum gjöf til minningar um svilkonu sína og vinkonu, Sveinbjörgu Halldórsdóttur, sem lést árið 2016 en hún tók virkan þátt í starfi Parkinsonsamtakanna.
Arna hélt nýlega upp á 60 ára afmælið sitt og í staðinn fyrir afmælisgjafir óskaði hún eftir framlögum í afmælissjóð sem hún skipti á milli Parkinsonsamtakanna og Krabbameinsfélagsins. Við sendum Örnu okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn og hlýhug í garð Parkinsonsamtakanna.
Á myndinni er Arna Steinsen (til vinstri) og Ágústa Kristín Andersen forstöðumaður Takts miðstöðvar Parkinsonsamtakanna sem tók á móti minningargjöfinni frá Örnu.