Ingibjörg ætlar að skoða og ræða saman nokkrar mismunandi leiðir til sjálfseflingar í dagsins önn. Við skoðum aðferðir og lífslykla sem gera okkur gott og bæta almennt lífsgæðin.
Hvernig getur viðhorf þitt og hugsanagangur haft hvetjandi áhrif á þig?
Ingibjörg býður upp á markþjálfunarsamtöl og leiðir jóga og djúpslökun í Hæfi endurhæfingarstöð í Egilshöll einu sinni í viku. Allir geta nýtt sér þá þjónustu.
Fyrir hverja: Námskeiðið er fyrir fólk með parkinson og parkinsonskylda sjúkdóma – og maka þeirra sem eru skráðir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum.
Verð: 0 kr. Nauðsynlegt er fyrir alla að skrá sig til að tryggja sér sæti.
Staður og stund: Kl:13.00 í Lunga, salur á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.