Date

11.10.2023
Lokið

Time

13:00 - 14:30

Staðsetning

Lífsgæðasetur St. Jó
Suðurgata 41, 220 Hafnarfjörður

Sjálfsefling í dagsins önn

Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir menntunarfræðingur, acc markþjálfi og jógakennari ætlar að vera með erindi hjá okkur í Takti þann 11. október.

Ingibjörg ætlar að skoða og ræða saman nokkrar mismunandi leiðir til sjálfseflingar í dagsins önn. Við skoðum aðferðir og lífslykla sem gera okkur gott og bæta almennt lífsgæðin.

Hvernig getur viðhorf þitt og hugsanagangur haft hvetjandi áhrif á þig?

Ingibjörg hefur starfað í Ljósinu endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda í tæp fjögur ár. Þar markþjálfar hún og leiðir nærandi djúpslökun. Hún leiddi einnig mjúkt jóga fyrir þjónustuþega í sumar. Ingibjörg býður upp á markþjálfunarsamtöl og leiðir jóga og djúpslökun í Hæfi endurhæfingarstöð í Egilshöll einu sinni í viku.  Allir geta nýtt sér þá þjónustu.

Fyrir hverja: Námskeiðið er fyrir fólk með parkinson og parkinsonskylda sjúkdóma – og maka þeirra sem eru skráðir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum.

Verð: 0 kr. Nauðsynlegt er fyrir alla að skrá sig til að tryggja sér sæti.

Staður og stund: Kl:13.00 í Lunga, salur á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

—-

Leiðbeiningar við skráningu:

1. Veldu dagsetningu / dagsetningar ef það er í boði

2. Veldu 1 miða. Ath. ekki er hægt að skrá fleiri í einu. Ef það þarf að skrá annan einstakling þá þarf að endurtaka ferlið.

3. Ýttu á NEXT

4. Skráðu nafn, netfang og símanúmer þátttakanda

5. Ýttu á SUBMIT

6. Takk fyrir bókunina. Þú ert núna skráð/ur og færð staðfesingu á tölvupósti.

Leiðbeinandi

Umsjón

Taktur
Taktur
Phone
552-4440
Email
parkinson@parkinson.is
Website
https://parkinson.is