Fræðsla fyrir uppkomin börn

Fræðsla fyrir uppkomin börn fólks með Parkinson.
 
Fræðslan er miðað að uppkomnum börnum/tengdabörnum fólks með Parkinson þar sem farið er yfir helstu einkenni sjúkdómsins, framgang og algeng atriði sem aðstandendur standa frammi fyrir og veitt hagnýt ráð til að takast á við samtöl og aðstæður.
 
Gefið er rými fyrir spurningar úr sal.
 
Staður: Lunga, salur á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.
 
Umsjón: Soffía Bæringsdóttir, fjölskyldufræðingur MA og Ágústa Kristín Andersen, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Takts endurhæfingar Parkinsonsamtakanna.
 

Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en nauðsynlegt er að skrá sig í hvern tíma til að tryggja sér sæti.