Date

02.06.2023
Lokið

Time

16:00 - 18:00

Staðsetning

Lífsgæðasetur St. Jó
Suðurgata 41, 220 Hafnarfjörður

Bjartir dagar í kapellunni

Taktur – endurhæfing Parkinsonsamtakanna fagnar sínu fyrsta starfsári á Björtum dögum.
Hjá Takti er boðið upp á faglega og aðgengilega endurhæfingu og stuðning fyrir fólk með Parkinson og aðstandendur þeirra. Starfsemin hefur farið mjög vel af stað og ljóst að þörf er á meira rými innan Lífsgæðasetursins til að geta sinnt þessari nauðsynlegu þjónustu.
Kapellan í St. Jó er einstök á sinn hátt og er núna eina rýmið innan Lífsgæðasetursins sem er óuppgert en Parkinsonsamtökin ætla í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að vinna að endurgerð kapellunnar. Parkinsonsamtökin eru á almannaheillaskrá og því eru styrkir til samtakanna frádráttarbærir frá skatti.
Með því að opna dyr kapellunnar á Björtum dögum viljum við bjóða fólki að njóta tónlistar í rýminu, skoða það og vonandi kveikja áhuga á þessum einstaka stað sem framtíðarrými fyrir bætta þjónustu Takts og annarra þjónustuaðila í Lífsgæðasetrinu, en einnig fyrir hina ýmsu viðburði og uppákomur.
Verið hjartanlega velkomin í kapelluna í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði föstudaginn 2. júní kl. 16 í léttar veitingar og tónlist.
Ath! Þar sem kapellan er óuppgerð er því miður ekki gott aðgengi fyrir fatlaða eins og er.

Umsjón

Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin
Phone
552-4440
Email
parkinson@parkinson.is
Website
https://parkinson.is