Einar kemur í mark

Hjólaáskorun Einars er að klárast en hann ætlar að fara síðustu 10.000 km en hann kemur í mark í Takti í Lífsgæðasetri St. Jó þriðjudaginn 20. desember kl. 13:00.
 
Okkar allra besti Einar Guttormsson er að klára áskorunina um að hjóla 10.000 km á árinu 2022. Það er gríðarlega mikið afrek að hjóla 10.000 km á einu ári en það er enn meira afrek þegar parkinson er alltaf með í för.
 
Einar hefur í leiðinni safnað áheitum fyrir Parkinsonsamtökin. Þau sem vilja styðja við söfnunina geta lagt inn á reikning Parkinsonsamtakanna 111-26-25 kt. 461289-1779. Öll áheitin renna beint í samtakanna.
 
Öllum boðið að fagna þessum merka áfanga með okkur í Takti en við viljum þakka Einari fyrir stuðninginn og öllum sem tóku þátt í áheitasöfnuninni.
 
Allir félagsmenn og velunnarar eru hvattir til að koma og gleðjast með okkur 🙂
 
Uppfært:

Einar ætlar að setja upp trainerinn í Takti og það verður hægt að fylgjast með því hvernig hann notar trainer og tengir við tölvu til að hjóla inni þegar færðin er eins og hún er. Gaman að sjá hvernig þessi tækni virkar og það verður að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og með því.