Jólalokun

Taktur og Parkinsonsamtökin eru verða lokuð frá og með 19. desember en dagskráin í Takti hefst með hefðbundnum hætti á nýju ári fimmtudaginn 5. janúar. Undantekning á jólalokun verður þriðjudaginn 20. desember kl. 13 þegar Einar Guttormsson ætlar að klára 10.000 km hjólaáskorunina í Takti. Þá ætlum við að bjóða öllum að fagna áfanganum með honum. Einar ætlar að setja upp trainerinn í Takti og það verður hægt að fylgjast með því hvernig hann notar trainer og tengir við tölvu til að hjóla inni þegar færðin er eins og hún er. Gaman að sjá hvernig þessi tækni virkar og það verður að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og með því 😊

Einar er að safna áheitum fyrir Parkinsonsamtökin og þau sem vilja heita á kappann er hægt að leggja beint inn á reikning Parkinsonsamtakanna: Rnr. 111-26-25  /  Kt. 461289-1779 ❤️

Fyrir þau sem vilja taka þátt í dagskránni eftir áramótin þá opnar skráning fyrir ákveðna dagskrárliði viku fyrir tímann. Skráning fer fram á viðburðadagatalinu og allir félagsmenn geta skráð sig beint í gegnum heimasíðuna.

Jólalokun í Takti sjúkraþjálfun verður ekki með sama hætti. Andri mun láta þau sem eru í sjúkraþjálfun vita með jólalokun  hjá honum.

Gleðilega hátíð.