Barcelonafarar og kynning á augnbotnarannsókn í Takti

Miðvikudaginn 30. ágúst munu Barcelonafararnir Kolbrún, Ingibjörg Salóme og Vilborg sem allar erum með parkinson deila reynslu sinni af ráðstefnunni World Parkinson Congress sem fram fór í júlí s.l., sem var mikil upplifun og reynsla.

Þar á eftir verður fræðsluerindi sem ber yfirskriftina: Er breyting á súrefnisbúskap augans og svörun við ljósáreiti í Parkinsonsjúkdómi? Dr. Þórunn Scheving Elíasdóttir, dr. Ólöf Birna Ólafsdóttir dr. Marianne Klinke og Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir segja frá niðurstöðum rannsókna sem benda til að ákveðnar breytingar verði í augum við Parkinsonveiki og einnig öðrum miðtaugakerfissjúkdómum. Í erindinu verður fjallað um bakgrunn og framkvæmd yfirstandandi rannsóknar þar sem markmiðið er að meta hvort hægt sé að greina breytingar á súrefnisbúskap sjónhimnu og sjónhrifum í Parkinsonsveiki. En þær óska eftir þátttakendum, fólki með Parkinson, til að taka þátt í rannsókninni.

Erindin hefjast kl 13.00 í Lunga, sal á 2. hæð Lífsgæðaseturs St. Jó.