Allir viðburðir falla niður vegna COVID-19

Allir viðburðir hjá Parkinsonsamtökunum falla niður vegna COVID-19. Send verður út tilkynning þegar starfsemin hefst á ný. Skrifstofan verður líka lokuð tímabundið en hægt er að ná sambandi í s. 552-4440 eða með tölvupósti á parkinsonsamtokin@gmail.com.

Förum varlega og reynum að hefta útbreiðslu COVID-19 með því að fara eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Á vef embættis landlæknis eru birtar ítarlegar leiðbeiningar til almennings og nýjustu upplýsingar af kórónaveirunni eftir því sem þörf krefur.

Þessi faraldur mun ganga yfir og best að takast á við þetta tímabundna ástand með yfirvegun og skynsemi að leiðarljósi.