fbpx

Parkinson – Netspjall, mánudaginn 16. mars kl. 14

Mánudaginn 16. mars kl. 14 verður rafrænt spjall á netinu. Ingibjörg Hjartardóttir, rithöfundur verður með upplestur og svo verður hægt að spjalla saman í gegnum netið. Til þess að taka þátt í fundinum þarf tölvu, síma eða spjaldtölvu með hljóðnema og hátalara.

Smelltu á linkinn til að taka þátt: https://zoom.us/j/732285857

Þar sem Parkinsonsamtökin hafa fellt niður alla viðburði vegna COVID-19 þá ætlum við að prófa þetta netspjall og við hvetjum alla til að taka þátt í þessum netfundi. Við verðum samt að sýna þolinmæði ef einhverjir eiga erfitt með að tengjast og við hjálpumst að við að koma öllum í samband.

Þeir sem vilja geta sótt Zoom appið fyrir síma/spjaldtölvur í
App Store eða Google Play.