Áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni

Hlaupa – Safna – Styrkja
Allir sem hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni geta látið gott af sér leiða með söfnun áheita. Það bætist sífellt í hóp hlaupara sem hafa valið að safna áheitum fyrir Parkinsonsamtökin. Áheitasíðu samtakanna má finna hér en þar má sjá lista yfir alla sem ætla að hlaupa fyrir samtökin og hægt að smella áheitum á hlauparana. Við þökkum kærlega öllum þeim sem hlaupa fyrir samtökin, safna áheitum og þeim sem leggja söfnuninni lið með áheitum. Takk fyrir stuðninginn!!