Aðalfundur Parkinsonsamtakanna var haldinn fimmtudaginn 28. maí í Setrinu, Hátúni 10. Fundurinn var líka í beinni útsendingu á netinu en tæknileg vandamál komu í veg fyrir að útsendingin gengi eins og til var ætlast og við biðjumst afsökunar á því.
Ný stjórn var kjörin á fundinum en stjórnina skipa:
Vilborg Jónsdóttir, formaður
Ágústa Kristín Andersen, varaformaður
Einar Guttormsson, gjaldkeri
Jón Benedikt Björnsson, ritari
Katrín Bjarney Guðjónsdóttir, meðstjórnandi
Andrés Arnalds, varamaður
Ólafur Árnason, varamaður
Katrín og Ólafur eru ný í stjórninni og eru þau boðin velkomin til starfa. Ingibjörg Hjartardóttir og Jóhann Rafnsson gengu úr stjórninni á aðalfundinum og er þeim þakkað fyrir vel unnin störf í þágu Parkinsonsamtakanna á undanförnum árum.
Fundargerð aðalfundar og ársskýrslu má sækja hér fyrir neðan.