Reykjavíkurmaraþon: Viltu hlaupa fyrir okkur?

Reykjavíkurmaraþonið verður haldið laugardaginn 24. ágúst. Skráning er hafin og allir sem hlaupa/skokka/ganga geta safnað áheitum og styrkt Parkinsonsamtökin, óháð vegalengd. Hægt er að velja um 3km, 10km, 21km og 42km. Þannig að það ættu flestir að geta fundið vegalengd við hæfi.
Þú getur skráð þig í hlaupið og safnaðu áheitum fyrir Parkinsonsamtökin á hlaupastyrkur.is.

Hægt er að heita á þá hlaupara sem hlaupa fyrir Parkinsonsamtökinni á áheitasíðu hlaupastyrks. Við viljum hvetja hlauparana að minna vel á sig á samfélagsmiðlum og meðal vina og ættingja og safna áheitum því margt smátt gerir eitt stórt.

Parkinsonsamtökin verða með bás á FIT&RUN EXPO skráningarhátíðinni í Laugardalshöll 22. og 23. ágúst. Það er mikið fjör á skráningarhátíðinni sem er opin öllum, líka þeim sem ætla ekki að hlaupa. Mundu eftir að koma við á básnum okkar, allir sem hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin fá gefins flottan bol eftir Hugleik Dagsson. Gildir fyrir alla sem hafa ekki fengið bol áður og á meðan birgðir endast.

Hvatningarstöð Parkinsonsamtakanna verður við Suðurströnd á Seltjarnarnesi, rétt hjá sundlaug Seltjarnarness þar sem hlaupararnir verða hvattir til dáða í hlaupinu.