fbpx

Parkinsonlið í wow cyclothon 2019

Parkinsons Power liðið mun taka þátt í wow cyclothon hjólreiðakeppninni í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem að parkinsonlið keppir í wow cyclothon. Keppnin hefst í Reykjavík 26. júní og liðin hafa 72 klukkustundir til að hjóla hringinn í kringlum landið og klára keppni. Parkinsonliðið er skipað 10 einstaklingum, þar af eru 5 með parkinsonsjúkdóminn. Liðsmenn koma frá Írlandi, Íslandi, Kanada og Skotlandi. Íslensku keppendurnir eru Snorri Már Snorrason, Birgir Birgisson og Einar Guttormsson sem allir eru þaulreyndir hjólreiðakappar.

Íslensku liðsmennirnir voru nýlega í viðtali í útvarpsþætti hjá DJ Vilborgu og DJ Jóa á Radio Parkies og hægt er að hluta á þáttinn hér.

Liðið æfir nú af kappi fyrir keppnina og við hvetjum alla til að fylgjast með Facebook síðu liðsins: Biking Around Iceland.

Hugleikur Dagsson hannaði merki sérstaklega að þessu tilefni en hægt er að kaupa flotta boli með merki Hugleiks í netversluninni. Allur ágóði rennur óskiptur til Parkinsonsamtakanna.

Áfram Parkinsons Power!

Iðjuþjálfun á netinu mánudaginn 25. maí

Mánudaginn 25. maí kl. 16:30 verður iðjuþjálfun á netinu. Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi verður með góðar æfingar og ráðleggingar. Athugið að þetta er síðasti tíminn fyrir sumarfrí. Iðjuþjálfun á netinu fer fram á ZOOM: https://zoom.us/j/107141114Meeting ID: 107 141 114 Þeir sem vilja

Lesa meira »

Út að ganga fimmtudaginn 21 maí

Fimmtudaginn 21. maí kl. 10 ætlum við að fara út að ganga eða hjóla. Við ætlum ekki að hittast heldur ganga eða hjóla hvert á sínum stað. Verkefnið er hvatning til útveru og hreyfingar og það er gaman þegar þátttakendur

Lesa meira »

Iðjuþjálfun á netinu mánudaginn 18. maí

Mánudaginn 18. maí verður iðjuþjálfun á netinu kl. 16:30. Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi er með sérhæfðar æfingar fyrir fólk með parkinson ásamt góðum ráðleggingum. Iðjuþjálfun á netinu fer fram á ZOOM: https://zoom.us/j/107141114Meeting ID: 107 141 114 Þeir sem vilja persónulega ráðgjöf frá

Lesa meira »