Parkinsonlið í wow cyclothon 2019

Parkinsons Power liðið mun taka þátt í wow cyclothon hjólreiðakeppninni í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem að parkinsonlið keppir í wow cyclothon. Keppnin hefst í Reykjavík 26. júní og liðin hafa 72 klukkustundir til að hjóla hringinn í kringlum landið og klára keppni. Parkinsonliðið er skipað 10 einstaklingum, þar af eru 5 með parkinsonsjúkdóminn. Liðsmenn koma frá Írlandi, Íslandi, Kanada og Skotlandi. Íslensku keppendurnir eru Snorri Már Snorrason, Birgir Birgisson og Einar Guttormsson sem allir eru þaulreyndir hjólreiðakappar.

Íslensku liðsmennirnir voru nýlega í viðtali í útvarpsþætti hjá DJ Vilborgu og DJ Jóa á Radio Parkies og hægt er að hluta á þáttinn hér.

Liðið æfir nú af kappi fyrir keppnina og við hvetjum alla til að fylgjast með Facebook síðu liðsins: Biking Around Iceland.

Hugleikur Dagsson hannaði merki sérstaklega að þessu tilefni en hægt er að kaupa flotta boli með merki Hugleiks í netversluninni. Allur ágóði rennur óskiptur til Parkinsonsamtakanna.

Áfram Parkinsons Power!