„Upp með hendur“ – Handstyrkur og heilsa – Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi

„Upp með hendur“ – handstyrkur og heilsa.

Af hverju er mikilvægt að huga að handafærni og handstyrk alla ævi?

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi verður með fræðslu Þriðjudaginn 9. apríl kl: 14.00. 

Fjallað verður um ólíkar aðferðir til að auka og viðhalda handstyrk gegnum þjálfun og iðju. Áhersla verður lögð á hendur, handafærni og styrk í höndum og mikilvægi þess að viðhalda handstyrk og styrk í efri hluta líkamans þar sem handstyrkur getur gefið til kynna heilsufar.

Staður: Lunga, salur á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði kl:14.00.

Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en nauðsynlegt er að skrá sig.
Smelltu hér fyrir neðan til að skrá þig í gegnum Abler: 

Skráning

Einnig er hægt að skrá sig með því að hringja í s. 552-4440 eða með því að senda tölvupóst á parkinson@parkinson.is.

Félagsmenn geta skráð sig í beint streymi með því að fylla út formið hér fyrir neðan og fá þá sendan link með tölvupósti:

[ninja_form id=168]