Fjölbreytt skrifstofustarf á skemmtilegum vinnustað
Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna leitar að fjölhæfum einstaklingi sem býr yfir jákvæðni, áhugasemi og mjög góðri tölvufærni í fjölbreytt og spennandi starf í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Um nýtt starf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Halda utan um skráningar, vistun gagna og tölfræði
- Samskipti við notendur þjónustunnar í gegnum tölvupóst og samfélagsmiðla
- Uppsetning á kynningar- og fræðsluefni fyrir heimasíðu, upplýsingaskjái og samfélagsmiðla
- Auglýsingar á vef- og samfélagsmiðlum
- Streymi á fræðslufundum og öðrum viðburðum
- Setja upp þjónustukannanir og vinna úr gögnum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólanám sem nýtist í starfinu eða reynsla af sambærilegu starfi
- Mjög góð tölvufærni og þekking á gagnavinnslu (Excel, SPSS)
- Hæfni til að hanna og setja upp efni fyrir vefmiðla
- Hæfni til að sjá um netstreymi, hljóð og mynd
- Reynsla af WordPress, Adobe forritum og Canva er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
Hjá Parkinsonsamtökunum og Takti endurhæfingu Parkinsonsamtakanna starfa 3 fastir starfsmenn. Við leitum að nýjum starfsmanni í hópinn sem sýnir frumkvæði og er tilbúinn að sinna fjölbreyttum verkefnum með bros á vör. Starfshlutfall er 70-90% eða samkvæmt samkomulagi.