Huggulegt rými Takts í Lífsgæðasetri St. Jó. Myndir: Eva Ágústa Aradóttir.
Taktur endurhæfingarmiðstöð Parkinsonsamtakanna er staðsett í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Þjónusta Takts miðar að réttum inngripum á réttum tíma svo hægt sé að seinka og vinna á móti mörgum af þeim einkennum sem upp koma hjá skjólstæðingum miðstöðvarinnar. Í Takti er boðið upp á þjónustu við fólk með Parkinson og skylda sjúkdóma og aðstandendur þeirra en slík þjónusta er ný af nálinni hérlendis. Ólíkt því sem tíðkast víða er ekki um dagdvöl að ræða heldur er þetta þjónusta fyrst og fremst fyrir þau sem búa sjálfstætt.
Starfsemi Takts og dagleg þjónusta felst í dagskrá sem er opin félagsmönnum Parkinsonsamtakanna. Flest miðast beint við þarfir fólks með Parkinson, en í suma tíma eru aðstandendur velkomnir líka. Dagskráin samanstendur af opnum tímum og námskeiðum sem má finna á viðburðadagatali en einnig er boðið upp á einkatíma hjá fagfólki.
Nánari kynning á starfsemi Takts má sjá í grein sem birtist í Fréttablaðinu 30. desember sl.
Frá vinstri: Ósk Guðmundsdóttir umsjónarmaður, Ágústa Kristín Andersen hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Takts og Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinsonsamtakanna. Mynd: Svava Björnsdóttir.
Andri Þór Sigurgeirsson, sjúkraþjálfari hjá Takti sjúkraþjálfun. Mynd: Fréttablaðið/Ernir.
Æfing hjá Andri Þór í Takti sjúkraþjálfun í Lífsgæðasetri St. Jó. Mynd: Fréttablaðið/Ernir.