Kynning á Takti, þri. 4. október kl. 11

Fræðslufundur þriðjudaginn 4. október kl. 11:00 í Safnaðarheimili Víðistaðakirkju í Hafnarfirði (Ath! ný staðsetning – sjá kort).

Ágústa Kristín Andersen, forstöðumaður Takts, kynnir þá þjónustu sem er í boði hjá Takti, sem er t.d. sjúkraþjálfun, ráðgjafaþjónusta, raddþjálfun, iðjuþjálfun, jóga, slökun, námskeið, stuðningur og fræðsla. Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinsonsamtakanna, kynnir viðburðardagatalið á heimasíðunni parkinson.is og sýnir hvernig er hægt að skrá sig á viðburði.

Fræðslufundurinn er opinn öllum og ekki þarf að skrá sig. Boðið verður upp á kaffi og með því.