Við höfum ákveðið að nota fjarfundabúnað frá Zoom. Til þess að taka þátt í fundinum þarf að stofna aðgang. Veljið SIGN UP, IT’S FREE ofarlega í hægra horninu og fylgið leiðbeiningum.
SKRÁ SIG INN Á FUND
Þið finnið hlekk sem vísar ykkur á fundinn á heimasíðu Parkisonsamtakanna, á Facebook, í viðburðadagatalinu eða með fundarboði á tölvupósti eða með sms skilaboðum.
Þegar þið smellið á hlekkinn á það að gefa sambærilega mynd og hér fyrir neðan. Þið smellið á OPEN ZOOM og þá lendið þið á biðsvæði ef fundarstjórinn er ekki búinn að opna fundinn.
BIÐSTOFAN
Þið getið fylgst með hverjir eru mættir á fundinn með þvi að ýta á Participants.
Þið getið boðið fleira fólki á fundinn með því að ýta á Invite.
Ef þið lendið í vandamálum þá reynum við að leysa úr þeim vanda eftir því sem tíminn leyfir. En gangi ekkert hjá ykkur þá skulu þið hætta áður en þið farið í of slæmt skap. Við höfum tækifæri til að reyna aftur síðar.
STILLINGAR
Þegar músin er hreyfð yfir neðri brún fundargluggans þá birtist tækjaslá sem gefur ykkur nokkra möguleika en þið þurfið væntanlega ekki að nota nema 3 valmöguleika.
Þið þurfið kannski að stilla hljóðið en það á ekki að vera flókið.
STILLA HLJÓÐ OG MYND
Smellið á örina til að velja hátalara og hljóðnema. Smellið á Start Video til að kveikja á myndavélinni (valkvætt) en athugið að þegar búið er að ýta á Start Video þá geta allir þátttakendur á fundinum séð þig eða því sem myndavélin þín beinist að.
Ef smellt er á „Chat“ hnappinn þá birtist hvítur rammi hægra megin sem er spjallsvæði. Þið getið sent spurningar sem Chat en hafið það í huga að það sem þið skrifið í spjallgluggann er sýnilegt öllum þátttakendum fundarins.
TÆKJASLÁ
Stillingar fyrir hljóð og mynd.
Invite = Þið getið boðið fleira fólki á fundinn.
Manage = Þið sjáið alla þátttakendur.