
Jólahlaðborð
Jólahlaðborð Parkinsonsamtakanna verður haldið fimmtudaginn 27. nóvember kl. 12:00 á hádegi á Hótel Kríunesi við Vatnsenda í Kópavogi (sjá kort).
Boðið verður upp á glæsilegt jólahlaðborð, ásamt gosdrykkjum, kaffi og tei.
Til að koma okkur í jólaskapið mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila falleg jólalög. Trúbadorinn Ásgeir Kr. mun spila undir og leiða samsöng þar sem við syngjum saman jólalög sem allir kunna og sr. Bolli Pétur Bollason mun flytja jólahugvekju.
Verð er: 8.000 kr. á mann.
Athugið að fjöldi miða er takmarkaður svo það er gott að tryggja sér miða í tæka tíð.