Fimmtudaginn 28. maí kl. 11 ætlum við að fara ÚT AÐ GANGA og hittast við nyrðra bílastæðið hjá Vífilsstaðavatni og ganga hringinn í kringum vatnið.
Þetta er síðasta skiptið sem ÚT AÐ GANGA verður að sinni og vegna tilslakana á samkomubanni ætlum við að njóta þess að hittast og ganga saman í þetta sinn en að sjálfsögðu verður hægt að virða 2 metra regluna.
Þeir sem komast ekki að Vífilsstaðavatni eru hvattir til að ganga í sínu nánasta umhverfi og senda mynd inn á viðburðinn á Facebook.