Þeytingar (boost) af ýmsum gerðum
Hvernig geri ég þeyting sem er næringarríkur, bragðgóður, og lystugur?
Í sameiningu ætlum við að búa til mismunandi þeytinga og njóta þess að drekka afurðina okkar.
Í lok tímans veljum við besta drykkinn og þann sem kemur mest á óvart.
Leiðbeinandi: Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur
Guðlaug Gísladóttir, útskrifaðist sem klínískur næringarfræðingur frá University of Akron, USA árið 2000 og í framhaldi hóf hún störf við Landspítala þar sem hún hefur sinnt ýmsum deildum og við taugalækningadeild sl. 16 ár.
Guðlaug lauk MSc frá Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands vorið 2022. Síðustu 16 ár hefur hún sérhæft sig í næringarmeðferð einstaklinga með taugasjúkdóma: parkinson, stroke, MND og MS.
Næringarmeðferð fyrir einstaklinga með parkinson er mikilvæg og því hefur hún lagt mikla áherslu á að þjónusta þennan hóp. Að nærast vel og njóta er forsenda þess að halda lífsgæðum eins góðum og mögulegt er. Matur hefur mikið að segja fyrir flest okkar bæði félagslega og menningarlega og ekki síst fyrir einstaklinga með parkinson.