Þér er boðið á kynningu í Lífsgæðasetri St. Jó

Parkinsonsamtökin eru flutt í Lífsgæðasetur St. Jó sem er í gamla St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Á næstu vikum ætlum við að kynna fyrirhugaða starfsemi og bjóða öllum sem vilja að koma á kynningu hjá okkur. Markmiðið er að sýna húsnæðið, kynna starfsemina og fá góðar hugmyndir frá ykkur.

Við biðjum alla sem hafa áhuga á starfseminni í St. Jó að skrá sig hér fyrir neðan og við munum hafa samband. Þeir sem vilja geta komið á kynningu á næstu vikum í Lífsgæðasetrinu. Við verðum með nokkrar kynningar og skráningu til að passa upp á fjöldatakmarkanir. Það verður grímuskylda og spritt á staðnum og fólk beðið um að halda fjarlægð og geyma handabönd og faðmlög þar til síðar. Þeir sem ekki geta mætt á kynningu geta fengið upplýsingar í gegnum síma.

Skráðu þig hér fyrir neðan og við höfum samband.

[ninja_form id=142]