Stuðningshópur fyrir uppkomin börn hefst miðvikudaginn 8. febrúar kl. 16:00–17:00 í fundarsalnum Lunga á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.
Ágústa Kristín Andersen hjúkrunarfræðingur og Soffía Bæringsdóttir fjölskyldufræðingur leiða umræður og svara spurningum.
Stuðningshópur verður í boði einu sinni í mánuði í vetur. Ekki er um námskeið að ræða heldur skrá þátttakendur sig í hvern tíma.
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig til að tryggja sér sæti.