Að vera maki eða aðstandandi sjúklings með langvinnan sjúkdóm getur verið flókið og forgangsröðunin ekki alltaf eins og óskað er eftir. Stuðningshópurinn er hugsaður sem vettvangur til að læra að hlúa að sjálfum sér, efla samskipti við sína nánustu og njóta þeirra möguleika sem fram undan eru.
Gunnhildur Heiða fjölskyldufræðingur verður með stuðningshópinn annan hvern miðvikudag milli kl. 17.00–18.00 í Setrinu, Hátúni 10 og er fyrsti hittingur 23. janúar (viðburður og dagsetningar á Facebook) Aðgangur ókeypis og er opinn öllum aðstandendum. Ekki þarf að skrá sig – bara mæta.
Stuðningshópurinn fyrir aðstandendur er á sama tíma og raddþjálfun/samsöngur svo það er tilvalið fyrir t.d. hjón að koma saman og fara í raddþjálfun og makinn getur þá farið í stuðningshópinn á meðan.