Ljósmynd: mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Snorri Már ætlar að fara í maraþonróður með Skemmtiferðinni í sumar. Hann hefur verið óþreytandi að hvetja fólk til hreyfingar, ekki síst fólk með parkinson. Við hlökkum til að fylgjast með Skemmtiferðinni og tökum fagnandi áskoruninni um að hreyfa okkur meira. Viðtalið má lesa á mbl.is en það birtist líka á baksíðu Morgunblaðsins 28. maí en það má sjá hér fyrir neðan.