Stuðningshóparnir falla niður vegna COVID-19 en í stað þeirra ætla Parkinsonsamtökin að bjóða félagsmönnum upp á símaráðgjöf hjá Guðrúnu Birnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa og fjölskyldufræðingi. Félagsmenn fá tvo ráðgjafatíma að kostnaðarlausu og eru allir félagsmenn sem óska eftir stuðningi eða ráðgjöf hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.
Það er hægt að panta tíma á heimasíðunni dmg.is, með tölvupósti á netfangið gudrunb@dmg.is eða með því að hringja í Domus Mentis í síma 581-1009.