Samsöngur
Samsöngur með áherslu á raddþjálfun fer fram hjá Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.
Benedikt Sigurðsson, Sveinn Arnar Sæmundsson og Ragnheiður Haraldsdóttir skiptast á að stjórna söngnum sem er opinn fyrir alla félagsmenn og aðstandendur þeirra.
Tímarnir eru niðurgreiddir af fullu fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en ekki þarf að skrá sig. Næsta tíma má finna á viðburðadagatalinu.