Samsöngur og raddþjálfun er komin aftur af stað á nýju ári. Næsta æfing verður miðvikudaginn 16. janúar kl. 17-18 í Setrinu, Hátúni 10.
Hér syngjum við hátt en ekkert endilega vel!
Við notum söng og raddæfingar til að þjálfa röddina og auka raddstyrk.
Makar, vinir og ættingjar eru velkomnir með á æfingarnar.
Verið velkomin!